Aðalfundur félagsins vel sóttur

Aðalfundur félagsins vel sóttur

Það er óhætt að segja að aðalfundur félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 17. maí í húsakynnum Olís, hafi verið vel sóttur.  Gestir voru vel á þriðja tug og sérstaklega gleðilegt hversu margir úr þeim árgangi sem er að útskrifast, sáu sér fært að mæta.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum og kosningu nýrrar stjórnar tók Svala Guðmundsdóttir, stjórnarformaður MBA námsins við.  Hún kynnti þær breytingar sem verið er að gera á skrifstofu MBA námsins.  Að síðust var ræða gestgjafa, Jóns Ólafs Halldórssonar, MBA og forstjóra Olís.  Honum eru færðar sérstakar þakkir fyrir hans framlag og hlýjar móttökur.

Við bendum á að öllum MBA er velkomið að taka þátt í starfi félagsins.