Aðalfundur MBA – HÍ félagsins

Aðalfundur MBA – HÍ félagsins

Ársfundur MBA félagsins 2017

Aðalfundur MBA – HÍ félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17. maí 2018 kl. 17:00

hjá Olís í turninum Höfðatorgi, (Katrínartúni 2), 105 Reykjavík.

DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf;
1. Skýrsla stjórnar
2. Framlagning ársreikninga til samþykktar
3. Kosning til stjórnar – kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og eins varamanns
4. Kosning skoðunarmanns og varaskoðunarmanns
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Önnur mál

Ræða gestgjafa og umræður;
Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís – Félagið varð 90 ára á síðasta ári.
• Hvað er framundan á íslenskum smásölu og heildsölumarkaði?
• Hvað rekur breytingarnar?
• Hverng takast hefðbundin verslunarfyrirtæki á við stafrænu byltinguna, jafnvel minni notkun jarðefnaeldsneytis og aldamótakynslóðina (The new millennials) sem er að verða stærsti viðskiptavinahópurinn?

Léttar veitingar í boði.
Tilkynningar um framboð til stjórnar og formanns sendist til [email protected]
Skráning á fundinn fer einnig fram á [email protected]

Hér er einstakt tækifæri til að hittast, bjóða sig fram til stjórnarstarfa og formennsku og hlýða á forstjóra Olís fara yfir áhugaverð mál sem eru í deiglunni um þessar mundir. MBA félagar eru hvattir til að mæta vel og taka virkan þátt í umræðum á fundinum.

F.h. stjórnar
Halldór Halldórsson, formaður

Hér má sjá myndir frá ársfundi síðasta árs