Hvatningaverðlaun MBA Alumni Félags fyrir lokaverkefni 2019

Hvatningaverðlaun MBA Alumni Félags fyrir lokaverkefni 2019

MBA félagið veitti verðlaun við brautskráningu MBA-nemenda sem fór fram 23. júní 2019 við hátíðlega athöfn til þess nemanda sem þótti skrifa besta lokaverkefnið.  Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hlaut þau verðlaun með verkefninu sínu; Mjólkurböð í Eyjafjarðarsveit.

Lokaverkefnið sem fær viðurkenninguna árið 2019, er að mati dómnefndar afskaplega vel unnið verkefni á sviði nýsköpunar. Um er að ræða áhugavert nýtt þjónustuframboð í íslenskri ferðamennsku og var víða leitað fanga við greiningu á tækifærinu. Frumleiki og sjálfstæð hugsun einkennir verkefnið. Markmið eru vel skilgreind, spurningar sem leitað er svara við eru skýrar, þeim er svarað skilmerkilega og dregnar eru ályktanir í samræmi við gögn sem aflað var.  Efnistök eru kerfisbundin og höfundur gerir glögga grein fyrir þeim og fer eftir því sem hann boðaði. Niðurstaðan verkefnisins staðfestir tilgátuna og kemur einnig fram með nýjar hagnýtar upplýsingar.  Tækifærið er lofandi og vonandi að innlendir og erlendir ferðamenn fái notið í framtíðinni.

Lísbet Einarsdóttir formaður félagsins afhenti verðlaunin.