Ad hoc fundir

AD HOC fundir eru fundir þar sem brugðist er við málefnum líðandi stundar.  Boðað er þá til fundar með stuttum fyrirvara og til þess bærir aðilar fengnir til að ræða það sem fyrir liggur.  Um stutta en markvissa fundi er að ræða.

Alla jafna er takmörkun á þátttöku gesta, skilyrði fyrir þátttöku er greiðsla félagsgjalda og mikilvægt er að skrá sig um leið og fundurinn er auglýstur.