STJÓRN

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí 2025 var ný stjórn félagsins kosin.


Með stjórn MBA alumni félagsins árið 2025 fara Jóhanna Erla Jóhannesdóttir, formaður stjórnar, Pollý Hilmarsdóttir gjaldkeri, Kristján Árnason ritari, Baldvin Arnar Samúelsson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Margrét Jónsdóttir og Vilhjálmur Bergs meðstjórnendur.

Stjórn MBA alumni félagsins 2025

Jóhanna Erla Jóhannesdóttir



Formaður stjórnar

Jóhanna stýrir markaðsmálum og sölu hjá Isavia Innanlandsflugvöllum en grunnurinn liggur í hönnun og arkitektúr. Jóhanna Erla lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun og master í innanhússarkitektúr frá Scuola Politecnica di Design í Mílanó eftir grunnám í IED. Hún hefur áhuga á íþróttum og útivist ásamt því að næra andann reglulega með hönnun og listum, gjarnan í góðra vina hópi.


Jóhanna Erla útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2021.

Pollý Hilmarsdóttir


Gjaldkeri

Pollý er deildarstjóri flugverndardeildar hjá Icelandair. Pollý er með BSc í Business, Language and Culture frá Copenhagen Business School og MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.


Pollý útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2023.

Kristján Árnason



Ritari

Kristján starfar sem sérfræðingur á fjármálasviði VÍS en hann hefur unnið við fjármál frá árinu 2011 í fjarskiptum og tryggingum. Kristján er með menntun í stjórnmálafræði, lauk BA gráðu frá Háskóla Íslands 1997 og diplomu í rekstrar- og viðskiptafræði frá sama skóla. Áhugamálin eru golf, golf og meira golf, útivist, göngur og ferðalög.


Kristján útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2019.

Baldvin A. Samúelsson


Meðstjórnandi

Baldvin er fjölskyldufaðir úr Hafnarfirði, golfari og hefur áhuga á mat og víngerð.

Baldvin starfar sem stjórnarmaður og við fjárfestingar í margvíslegum verkefnum og hefur komið að ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, t.d. fyrrum forseti Roundtable á Íslandi og situr í núverandi stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

 

Baldvin útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2025.

Margrét Jónsdóttir


Meðstjórnandi

Margrét er teymis- og verkefnastjóri hjá Landspítala og starfaði lengst af sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Margrét er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig stundað diplomanám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ. Áhugasvið hennar spannar ferðalög, útiveru, tónlist, nýsköpun og samveru með fjölskyldu og vinum.


Margrét útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2020.

Vilhjálmur Bergs


Meðstjórnandi

Vilhjálmur er þriggja barna faðir úr Garðabænum og golfari. Vilhjálmur er sjálfstætt starfandi lögmaður og ráðgjafi á sviði fasteignafjármögnunar og hefur setið í stjórn MBA HÍ Alumni frá árinu 2020.


Vilhjálmur útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2020.

Jóhannes Ólafur Jóhannesson


Meðstjórnandi

Jóhannes starfar sem forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Valitor.


Jóhannes útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2021.