Aðild

Allir þeir sem útskrifast með MBA prófgráðu frá Háskóla Íslands eru sjálfkrafa skráðir á félagalista.

Meðan á MBA-námi í HÍ stendur eru nemendur skráðir í félagið í formi aukaaðildar án greiðslu félagsgjalda og fá tilkynningar um atburði á vegum félagsins.

Allir þeir sem hafa lokið MBA prófgráðu frá öðrum háskólum geta sótt um aðild að MBA-HÍ og tekur stjórn félagsins ákvörðun um það hvort umsækjandi uppfylli skilyrðin þar að lútandi.

Til að sækja um inngöngu er best að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um nafn, kennitölu, skóla og útskriftarár.

Árgjaldið er kr. 2500,-