Alþjóðlegt samstarf

Félag viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands er opið öllum sem hafa lokið MBA gráðu. Í því felst einnig að félagið er opið þeim sem hafa lokið námi erlendis frá og nú þegar eru nokkrir félagsmenn sem falla þar undir. Þá er enn frekari áhugi á að efla tengsl við erlenda háskóla og opna enn frekar á samstarf og samvinnu, öllum til hagsbóta.

MBA-námið hefur farið í gegnum alþjóðlegt vottunarferli þar sem mikil áhersla er lögð á alþjóðleg viðskipti og frá árinu 2014 hafa nemendur MBA HÍ farið til Washington sem hluta af náminu og þá sótt tíma í Georgestown University sem er einn virtasti skóli í heimi. Í þeirri ferð er jafnframt farið í Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þingið og fl. sem vekur áhuga, styrkir og hvetur til alþjóðlegs samstarfs.

Þeir sem lokið hafa námi erlendis frá eru hvattir til þátttöku í starfi félagsins. Þannig getum við byggt öflugra félag, nemendum og félagsmönnum MBA félagsins til hagsbóta.