Golfmót 2017 – Daníel, Emil, Sigríður og Guðmundur í 1. sæti

Golfmót 2017 – Daníel, Emil, Sigríður og Guðmundur í 1. sæti

Golfmót - Texas Scramble 2017

Golfmót MBA félagsins fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal síðastliðið fimmtudagskvöld. Þátttaka var góð og frábær stemming. Spilað var 4 manna Texas Scramble. Sú nýjung var tekin upp að keyrt var um með veitingar á meðan á leik stóð og vakti það mikla lukku.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin, nándarverðlaun og þá var fjöldi skorkortaverðlauna.

Vinningshafar:

1. sæti: Daníel Gunnarsson, Emil Austmann, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur Arnar Þórðarson
2. sæti: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Ágústa Hlín Dereksdóttir, Hörður Hauksson, Daníel Ásgeirsson
3. sæti: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Soffía Friðbjörnsdóttir, Birgir Örn Friðjónsson, Jón Trausti Sæmundsson

Nándarverðlaun Ágústa Dúa Jónsdóttir og Daníel Gunnarsson.

Þá viljum við þakka eftirtöldum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn og frábæra vinninga.

Styrktaraðilar:
A4, Byko, Globus, Kilroy, Landsbankinn, Lemon, Matarkjallarinn O.Johnson og Kaaber, Promennt og Samkaup.