Félagið

Félag viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands

Félag viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands var stofnað 30. september 2004.

Hlutverk félagsins er að stuðla að faglegum, félagslegum og efnahagslegum ávinningi þeirra sem útskrifast hafa með MBA – prófgráðu og að styðja við áframhaldandi þróun og framgöngu námsins við Háskóla Íslands.

Tilgangi félagsins hyggjast félagsmenn ná með því að: stuðla að símenntun félaga, efla og viðhalda tengslaneti og að standa vörð um sameiginlega hagsmuni félaga.

Allir þeir sem útskrifast með MBA prófgráðu frá Háskóla Íslands eru sjálfkrafa skráðir á félagalista.

Meðan á MBA-námi í HÍ stendur eru nemendur skráðir í félagið í formi aukaaðildar án greiðslu félagsgjalda og fá tilkynningar um atburði á vegum félagsins.

Allir þeir sem hafa lokið MBA prófgráðu frá öðrum háskólum geta sótt um aðild að MBA-HÍ og tekur stjórn félagsins ákvörðun um það hvort umsækjandi uppfylli skilyrðin þar að lútandi.

Til að sækja um inngöngu er best að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um nafn, kennitölu, skóla og útskriftarár.