Um félagið

Félag MBA HÍ Alumni var stofnað 30. september 2004 undir heitinu félag viðskiptafræðinga frá Háskóla Íslands.


Hlutverk félagsins er að stuðla að faglegum, félagslegum og óbeinum efnahagslegum ávinningi þeirra sem útskrifast hafa með MBA – prófgráðu og að styðja við áframhaldandi þróun og framgöngu námsins við Háskóla Íslands.


Tilgangur félagsins er að stuðla að símenntun félaga, efla og viðhalda tengslaneti og að standa vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna.


Meðan á MBA-námi í HÍ stendur eru nemendur skráðir í félagið í formi aukaaðildar án greiðslu félagsgjalda og fá tilkynningar um atburði á vegum félagsins.


Allir með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og nemendur sem stunda námið geta sótt um aðild að félaginu.

Þeir sem eru með viðurkenndar MBA gráður frá erlendum háskólum geta einnig sótt um aðild.



Smella hér til að sækja um aðild.


Share by: