Golfmót

Myndir frá fyrsta golfmóti MBA félagsins:

Fyrsta golfmót MBA félagsins var haldið árið 2010. Upphafsmenn mótsins voru þau Örn Orrason, Ingunn Bragadóttir, Guðmundar Baldursson og Arnheiður Guðmundsdóttir. Þau eru öll úr útskriftarhópi árið 2010 og var upphaflega hugmyndin með golfmóti að hafa vettvang þar sem MBA félagar, útskrifaðir, núverandi nemendur og kennarar hittust og ættu skemmtilega stund saman og til að efla tengslin. Fyrsta mótið var haldið á Kálfatjarnarvelli við Vatnsleysuströnd. Þá lögðu þau áherslu á að hafa þetta 9 holu keppni og Texas-Scramble fyrirkomulag til þess að allir gætu tekið þátt hvort heldur byrjendur eða þeir sem lengra væru komnir. Einnig að hafa léttan mat og halda verðinu í lágmarki. Góð þátttaka hefur verið í mótinu öll árin og hefur alltaf verið mikill fjöldi vinninga og hefur þar verið leitað til MBA félaga sem hafa alltaf brugðist við af miklum rausnarskap.

Þau hafa séð um mótið allt til ársins 2015 en þá fóru Ingunn og Arnheiður úr nefndinni en Guðmundur og Örn fengu til liðs við sig Hannes Hannesson og Heiði Björk Friðbjörnsdóttur. Eftir það mót tók ný stjórn til starfa og þakkar MBA félagið fjórmenningum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagins með því að hafa komið þessu skemmtilega móti á.

Fréttir af golfmótum MBA félagsins hér.

Núverandi golfnefnd:

Hannes Hannesson, [email protected]

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, [email protected]

Emil Austmann, [email protected]

Egill Þór Sigurðsson, [email protected]

Þá er tengililiður golfnefndarinnar við stjórn MBA félagsins Þórlaug Jónatansdóttir, [email protected]