Um námið

MBA-námið er hagnýtt meistaranám þar sem nemendur virkja kraftinn til þess að takast á við áskoranir, hljóta þjálfun á sviði viðskipta og rekstrar auk þess að efla persónulega færni sína.

MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.

MBA-námið hefur farið í gegnum alþjóðlegt vottunarferli og hlaut vottun frá Association of
MBA´s (AMBA) 2014.
Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education Worlds University Rankings.

MBA námið er góður kostur fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína í viðskiptafræði og auka færni í stjórnun og rekstri. Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra.

Í MBA náminu kynnast nemendur íslensku atvinnulífi á einstakan hátt. Kennarar námsins hafa sérþekkingu á íslensku atvinnulífi gegnum áratuga reynslu, rannsóknir og ráðgjöf. Með vinnslu raunverkefna skoða nemendur fjölmarga þætti í rekstri ólíkra fyrirtækja á gagnrýninn hátt og koma með tillögur að umbótum. Mikill metnaður er lagður í að fá færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði að einstaka námskeiðum.

Markvisst er stefnt að því að hvert námskeið í MBA náminu sé bæði framúrskarandi og metnaðarfullt. Meðan á náminu stendur mynda nemendurnir sterkt tengslanet við samnemendur og einstaklinga í fyrirtækjum.