Vorfagnaður

Á vorin er haldinn fundur sem er aðeins opinn félagsmönnum MBA félagsins. Fundurinn er þá heimsókn í fyrirtæki sem áhugavert þykir að sækja heim. Þá er heimsóknin kjörin til þess að efla tengslanetið og eiga góða stund. Skapast hefur sú hefð að fara út að borða að heimsókn lokinni og hefur það tekið mið af áhuga og þátttöku.

Alla jafna er takmörkun á þátttöku gesta, skilyrði fyrir þátttöku er greiðsla félagsgjalda og mikilvægt er að skrá sig um leið og fundurinn er auglýstur.

Myndir má sjá undir myndasafni.